Alex Ferguson: Nani fer hvergi

Nani í leik með Manchester United.
Nani í leik með Manchester United. Reuetrs

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vísar þeim fregnum á bug að portúgalski landsliðsmaðurinn Nani muni yfirgefa liðið í sumar en fjölmiðlar á Englandi hafa leitt líkum að því.

Nani hefur aðeins byrjað inná í sex deildarleikjum United á tímabilinu og hann var tekinn af leikvelli í hálfleik í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi. Eftir þann leik hafa fjölmiðlar greint frá því að dagar Nani á Old Trafford séu taldir og hann sé jafnvel á förum til Inter á Ítalíu.

Sir Alex sagði á fréttamannfundi í dag í aðdraganda leiksins gegn Arsenal í Meistaradeildinni að Nani færi hvergi.

,,Nani hefur verið óheppinn á þessari leiktíð. Ji-sung Park hefur verið í fantaformi og mest allan tímann hefur hann haldið Nani fyrir utan liðið. Þá hefur hann líka lent í meiðslum. Það hefur því verið erfitt fyrir Nani að komast á eitthvað skrið en hann verður hjá okkur á næsta tímabili og mun standa sig vel með okkur,“ sagði Ferguson.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert