Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fór á Camp Nou í kvöld.
Góð úrslit fyrir Chelsea en liðin mætast aftur á Stamford Bridge í London í næstu viku og þá kemur í ljóst hvort þeirra kemst í úrslitaleikinn.
Bein textalýsing frá Camp Nou.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir stórsókn Barcelona lengst af. Katalóníuliðið slapp hinsvegar með skrekkinn á 38. mínútu þegar Didier Drogba fékk tvöfalt dauðafæri, einn gegn Victor Valdes markverði Barcelona sem varði frá honum í tvígang.
Barcelona sótti linnulítið í seinni hálfleik og átt samtals um 20 markskot gegn aðeins 3 í leiknum. Varamennirnir Bojan Krkic og Aliaksandr Hleb voru báðir nálægt því að skora undir lokin, Bojan skallaði yfir úr dauðafæri og Hleb komst einn gegn Petr Cech markverði sem varði glæsilega.
Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona.
Barcelona: Valdes, Alves, Piqué, Márquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.
Varamenn: Jorquera, Puyol, Gudjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.
Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.