Liverpool hyggst bjóða Benayoun nýjan samning

Yossi Benayoun fagnar marki með Liverpool.
Yossi Benayoun fagnar marki með Liverpool. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hyggst á næstum dögum bjóða Yossi Benayoun að framlengja samning sinn við félagið en Ísraelsmaðurinn hefur verið í fantaformi síðustu vikurnar.

Benayoun gekk í raðir Liverpool frá West Ham fyrir tveimur árum. Hann hefur frá þeim mátt sætta sig við að vera mikið utan við liðið en á þessu tímabili hefur komið töluvert mikið við sögu og hefur verið einn besti maður liðsins upp á síðkastið.

,,Ég held að ef hann er ánægður þá verði hann hér áfram. Yossi er að spila núna og ég er þess fullviss að hann er ánægður. Sjálfstraust hans hefur vaxið og hann er gæða leikmaður. Ég þarf að ræða við hann um nýjan samning en hann á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum ,“ segir Benítez í viðali við breska blaðið Independent í dag.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert