Ferguson sáttur við nauman sigur

Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi eftir leikinn.
Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi eftir leikinn. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist vera sáttur við 1:0 sigur sinna manna gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, að leik loknum.

„Ég var ánægður með frammistöðu liðsins, sendingarnar voru góðar og hreyfing manna afar góð og hraðinn var mikill. Kannski hefðum við átt að gera fjögur mörk. En fyrir leik sagðist ég vera ánægður með 1:0 sigur og það gekk eftir. Það er ekki hægt að fá allt eins og maður vill í lífinu, þannig að við höldum bara áfram. Rimman er ekki búin og við vitum að við getum alltaf skorað á útivelli og það er vandamál sem Arsenal stendur frammi fyrir núna,“ sagði Ferguson.

Seinni leikurinn fer fram á The Emirates næsta þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka