Óttast er að Rio Ferdinand, varnarmaðurinn sterki í liði Manchester United, sé rifbeinsbrotinn, en hann var tekinn af velli sökum meiðsla í leiknum gegn Arsenal í kvöld. Sé hann brotinn, verður hann óleikfær í minnst tvær til þrjár vikur.
„Hann fékk högg á rifbeinin. Við vonum auðvitað að hann sé óbrotinn, en slík brot þurfa minnst tvær til þrjár vikur til að gróa. Við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr röntgenmyndatökunni,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United eftir sigurleikinn gegn Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu.
Seinni leikurinn fer fram á þriðjudaginn í næstu viku, en ef Ferdinand sé brotinn, mun hann missa af þeirri viðureign.