Sanngjarn sigur Evrópumeistaranna

John O´Shea fagnar marki sínu að hætti hússins.
John O´Shea fagnar marki sínu að hætti hússins. Reuters

Manchester United vann Arsenal 1:0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld á Old Trafford. Manchester liðið var mun betra í leiknum en náði ekki að nýta nema eitt af nokkrum ágætis færum sínum.

Það var bakvörðurinn John O´Shea sem gerði eina mark leiksins á 17. mínútu af stuttu færi, en leikmenn United voru mun hættulegri en Arsenal í leiknum. Þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum og þar við sat.

Rio Ferdinand fór meiddur af velli undir lok leiksins, en hann virtist meiðast er hann braut á Eduardo da Silva skömmu áður. Ekki er vitað um umfang meiðslanna að svo stöddu.

Seinni leikur liðanna fer fram á The Emirates í Lundúnum þann 5. maí.

87. Skipting hjá United. Rio Ferdinand fer meiddur af leikvelli eftir samstuð. Jonny Evens kemur í hans stað.

86. Aukaspyrna að marki Man. Utd. Sending á Bendtner sem skallar framhjá tómu markinu, eftir að Van Der Saar náði ekki fyrirgjöfinni með úthlaupi sínu.

82. Skipting hjá Arsenal. Eduardo da Silva kemur inná í stað Adebayor.

78. Giggs fær sendingu inn fyrir og skorar, en rangstaða dæmd. Sennilega réttur dómur, en flaggið kom seint.

76. Giggs nær sendingu frá vinstri á Berbatov en skallað í horn af varnarmanni Arsenal. 

72. Rooney leikur laglega á varnarmann Arsenal og kemst í færi, þar sem hann nær ekki sendingu fyrir markið. Í kjölfarið fær Micheal Carrick skotfæri fyrir utan en rétt framhjá fer skotið.

70. Skipting hjá Arsenal. Theo walcott fer af velli fyrir Nicklas Bendtner.

69. Ronaldo á bylmingsskot í slá Arsenal af 30 metra færi. í kjölfarið kemst Fabregas í skotfæri hjá marki Man. Utd en boltinn langt framhjá.

68. Skipting hjá Man. Utd. Anderson og Tevéz fara útaf fyrir Berbatov og Ryan Giggs sem spilar nú sinn 800. leik fyrir liðið.

63. Adebayor vinnur vel úr hárri sendingu og nær föstu skoti að marki, en boltinn yfir.

61. Laglegt spil Man. Utd leiðir til skots frá Anderson rétt utan vítateigs, en boltinn hátt yfir.

53. Man. Utd fær hornspyrnu. Anderson sendir fyrir en boltinn of hár og langur. Ekki góð hornspyrna.

Hálfleikur

45. Adebayor kemst í ágætis færi en reynir að lyfta boltanum yfir á samherja í stað þess að fara sjálfur og skora fyrir Arsenal.

32. Tevéz fær sendingu innfyrir en Almunia nær boltanum rétt á undan, þeir rekst þó saman og Almunia virðist meiða sig, en stendur upp ómeiddur. 

29. Tevéz á sendingu fyrir þar sem Rooney mætir og skallar að marki en almunia ver vel. Ronaldo fær skotfæri í kjölfarið en Almunia ver enn. Veruleg hætta upp við mark Arsenal og Almunia er að bjarga þeim ansi vel. 

27. Fín sókn Arsenal skilar sér í skoti Fabregas, en Van Der Saar ver ágætlega. 

25. Fabregas fær ágætis skotfæri fyrir utan teig Man. Utd en kiksar alveg svakalega og boltinn fer í innkast.

20. Arsenal á aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Fabregas spyrnir knettinum inn í teiginn en Van Der Saar grípur örugglega.

17. O´Shea sendir fyrir þar sem Tevéz er staðsettur en Almunia í marki Arsenal ver meistaralega. Uppúr því berst boltinn til vinstri frá horninu, og fyrir markið, þar sem John O´Shea kemur boltanum í netið. 1:0.

11. Ronaldo á laust skot að marki Arsenal í ágætis færi fyrir utan teig. Arsenal á í kjölfarið sína lengstu sókn, sem verður að engu.

10. Man. Utd er meira með boltann fyrstu mínúturnar og virðast ráða miðsvæðinu.

02. Fletcher sendir fyrir frá hægri og Rooney á hættulegan skalla að marki en Almunia ver. Man. Utd pressar Arsenal mikið á fyrstu mínútunum og byrja af krafti.

Liðin eru eftirfarandi:

Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tévez.
Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.

Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor.
Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert