Tévez byrjar inná gegn Arsenal

Carlos Tévez er í fremstu víglínu í kvöld.
Carlos Tévez er í fremstu víglínu í kvöld. Reuters

Carlos Tévez, sem nýlega kvartaði undan því að fá lítið að spila í stóru leikjunum með Manchester United, er í byrjunarliðinu í stórleiknum gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu sem hefst á Old Trafford klukkan 18.45.

Dimitar Berbatov má í staðinn sætta sig við sæti á varamannabekknum en Tévez er með Rooney í fremstu víglínu. Ryan Giggs er varamaður hjá United í kvöld en komi hann við sögu verður þetta hans 800. leikur fyrir félagið.

Liðin eru þannig skipuð í kvöld:

Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tévez.
Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.

Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor.
Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka