Wenger sakaður um barnaþrælkun

Rummenigge er ekki ánægður með að stórlið í Evrópu fái …
Rummenigge er ekki ánægður með að stórlið í Evrópu fái til sín unga og efnilega knattspyrnumenn. Reuters

Samkvæmt hinu „virta“ götublaði The Sun, hefur Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München í Þýskalandi, sakað Fransmanninn Arséne Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, um barnaþrælkun og vísar þar til unglingastarfs félagsins og starfshátta þess.

„Til dæmis hefur Arséne Wenger ráðið til sín helling af ungum leikmönnum frá Frakklandi og víðar, á hverju ári. Við verðum að sjá til þess að svona verslun með börn verði stöðvuð. Þetta hefur vaxið mikið og að nota orðið mannrán er ekki svo ónákvæmt lengur. Fabregas er besta dæmið um þetta. Hann var fenginn frá Barcelona þegar hann var 15 ára á lausum samningi, rétt áður en hann mátti skrifa undir samning við Barcelona, þegar hann hefði náð 16 ára aldri,“ sagði Rummenigge.

Þess má geta, að FC Bayern-liðið hefur sjálft fengið mýmarga unga leikmenn til sín, bæði til reynslu, láns og kaups.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert