Arséne Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, notaði tækifærið á blaðamannafundinum eftir leik Arsenal gegn Manchester United í kvöld, til að svara ásökunum Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformanns Bayern Munchen, um að hann hneppti unga knattspyrnumenn í þrældóm á unga aldri.
Rummenigge notaði orðið „barnaþrælkun“ yfir vinnubrögð Wenger, sem svaraði fyrir sig í kvöld.
„Þetta er gömul tugga. Sjáðu bara Santa Cruz hjá Blackburn. Spurðu hann hvað hann var gamall þegar hann var fenginn til Bayern á sínum tíma. Þá hafið þið svarið handa Rummenigge,“ sagði Wenger.