Brynjar á bekknum í úrslitaleiknum

Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading geta tryggt sér …
Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading geta tryggt sér úrvalsdeildarsæti í dag. Reuters

Brynjar Björn Gunnarsson er á meðal varamanna Reading sem tekur á móti Birmingham í nánast hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 12.15.

Birmingham fer upp með sigri í dag. Reading fer upp með sigri, svo framarlega sem Sheffield United nær ekki að sigra Crystal Palace í London. Ef Birmingham vinnur ekki og Sheffield United nær að sigra, kemur það í hlut Sheffield United að fara upp með Wolves.

Aron Einar Gunnarsson er í liði Coventry sem sækir Ipswich heim í lokaumferð 1. deildar. Jóhannes Karl Guðjónsson er varamaður hjá Burnley sem tekur á móti Bristol City en Heiðar Helguson er ekki í hópnum hjá QPR sem sækir Preston heim.

Burnley er í baráttu við Cardiff og Preston um tvö sæti í umspilinu um sæti í úrvalsdeildinni. Burnley kemst þangað með því að sigra Bristol City, sama hvernig aðrir leikir fara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert