Paul Scholes: Ekki búnir að vinna deildina

Paul Scholes á æfingu með Manchester United.
Paul Scholes á æfingu með Manchester United. Reuterse

Paul Scholes miðjumaðurinn snjalli hjá Manchester United varar liðsfélaga sína við andvaraleysi og minnir þá á að sigurinn í ensku úrvalsdeildinni sé ekki í höfn þrátt fyrir að staða liðsins sé góð.

,,Við erum í mjög góðri stöðu en við eigum erfiða leiki eftir. Fram undan er leikur í deildinni á móti Manchester City og skemmt er að minnast þess að við töpuðum fyrir þeim á heimavelli á síðasta ári. Síðan eigum við eftir að leika við Arsenal sem er alltaf erfiður mótherji og útileikirnir sem við eigum eftir eru erfiðir. Wigan er erfitt heim að sækja og síðan eigum við eigum að mæta Hull sem er að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Scholes í viðtali við enska blaðið Manchester Evening News

,,Við verðum að halda fullri einbeitingu og megum hvergi slaka á eða sýna neitt andvaraleysi,“ segir Scholes.




mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigursteinn Ingvar Rúnarsson: ÓJÁ
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert