UEFA bannar dómaranum að ræða um leikinn

Tom Henning Övrebro hlýðir á mótmæli Franks Lampards í leiknum …
Tom Henning Övrebro hlýðir á mótmæli Franks Lampards í leiknum í gærkvöld. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur bannað Tom Henning Övrebro, sem dæmdi leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld, að ræða um leikinn og umdeild atvik hans við fjölmiðla.

Övrebro sagði þetta við norska blaðið Aftenposten sem leitaði eftir hans hlið á því sem gerðist á Stamford Bridge en leikmenn Chelsea voru æfir útí nokkrar ákvarðanir Övrebros í leiknum og veittust að honum í leikslok.

UEFA rannsakar nú framkomu leikmanna Chelsea en talsmaður sambandsins sagði við Sky Sports í dag að beðið væri skýrslu dómarans og eftirlitsmanns áður en ákveðið yrði hvort gripið yrði til einhverra aðgerða eða refsinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert