Chelsea hefur boðið Ballack að framlengja

Michael Ballack í baráttu við Cesc Fabregas.
Michael Ballack í baráttu við Cesc Fabregas. Reuters

Chelsea hefur boðið þýska landsliðsmanninum Michael Ballack að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár en núgildandi samningur hans við Chelsea rennur út í sumar.

Að því er fram kemur í breska blaðinu The Times í dag mun Ballack rita nafn sitt undir nýjan samning á næstunni en hann mun tryggja honum 121.000 pund í vikulaun sem jafngildir 23 milljónum króna.

Ballack, sem er 32 ára gamall, kom til Chelsea frá Bayern München án greiðslu árið 2006. Hann hefur spilað 119 leiki fyrir Lundúnaliðið og hefur í þeim skorað 20 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert