Ferguson ætlar að vera rólegur á leikmannamarkaðnum

Alex Ferguson ásamt aðstoðarmanni sínum, Rene Meulensteen.
Alex Ferguson ásamt aðstoðarmanni sínum, Rene Meulensteen. Reuterse

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United reiknar með því að hann verði rólegur á leikmannamarkaðnum í sumar og litlar breytingar verði á leikmannahóp liðsins fyrir næstu leiktíð.

Undir stjórn Fergusons er Manchester United á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn þriðja árið í röð, liðið er komið í úrslit Meistaradeildarinnar og fyrr á leikíðinni bar það sigur úr býtum í deildabikarnum og fagnaði sigri á HM félagsliða.

,,Við erum með stóran hóp sem stendur og í sannleika sagt þá er enginn leikmaður sem við erum að reyna að fá til okkar sem stendur. Við höfum skoðað nokkra leikmenn eins og við gerum reglulega en komum ekki til að safna til okkar leikmönnum í sumar,“ segir Ferguson, sem í gær var útnefndur stjóri mánaðarins í 23. sinn á ferlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert