Það stefnir í harða baráttu um markakóngstitlinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Steven Gerrard fyrirliði Liverpool blandaði sér all verulega í baráttuna í kvöld þegar hann skoraði 2 mörk gegn West Ham á Boylen Ground, heimavelli West Ham, í 3:0 sigri Liverpool.
Portúgalinn Cristiano Ronaldo í Manchester United er markahæstur en hann varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Ronaldo hefur skorað 17 mörk en United á eftir að spila fjóra leiki í deildinni.
Þessir eru markahæstir í deildinni, í sviga eru mörk í öllum keppnum:
17 - Cristiano Ronaldo, Man Utd. (24)
16 - Nicolas Anelka, Chelsea (22)
15 - Steven Gerrard, Liverpool (23)
14 - Robinho, Manchester City (15)
13 - Fernando Torres, Liverpool (16)
12 - Gabriel Agbonlahor, Aston Villa (12)
12 - Darren Bent, Tottenham (17)
12 - Kevin Davies, Bolton (12)
12 - Frank Lampard, Chelsea (19)
12 - Wayne Rooney, Man Utd (17)