Liverpool í toppsætið

Steven Gerrard fagnar öðru marki sínu gegn West Ham.
Steven Gerrard fagnar öðru marki sínu gegn West Ham. Reuters

Liverpool neitar að gefast upp í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool sótti í kvöld West Ham heim og vann öruggan sigur, 3:0, og komst þar með í toppsætið. Liverpool og United hafa bæði 80 stig, markatala Liverpool er betri en Manchester-liðið á tvo leiki til góða og stendur því betur að vígi.

Liverpool fékk óskabyrjun en eftir tveggja mínútna leik skoraði Steven Gerrard og hann var aftur á ferðinni á 37. mínútu. Hollendingurinn Ryan Babel innsiglaði svo öruggan sigur liðsins þegar hann skoraði þriðja markið á 84. mínútu.

Liverpool á tvo leiki eftir. Útileik á móti WBA um næstu helgi og heimaleik gegn Tottenham í síðustu umferðinni. 

Manchester United á fjóra leiki eftir. Liðið tekur á móti Manchester City á morgun, sækir Wigan heim á miðvikudaginn og tveir síðustu leikirnir eru á móti Arsenal á heimavelli og Hull á útivelli.

Bein lýsing hér

84. MARK!! 0:3 Ryan Babel er að tryggja Liverpool öruggan sigur á Boylen Ground. Babel, sem kom inná sem varamaður, skoraði af stuttu færi eftir að Green hafði varið frá honum kollspyrnu.

61. Robert Green markvörður West Ham kemur sínum mönnum til bjargar en hann varði vel með úthlaupi skoti frá Dirk Kuyt eftir vel útfærða skyndisókn Liverpool.

43. Di Michele komst einn í gegn eftir skelfileg mistök hjá Jamie Carragher en Michele skrikaði fótur þegar hann ætlaði að skjóta á markið og féll hann kylliflatur í grasið. Leikmaðurinn uppsker gult spjald fyrir að heimta vítaspyrnu.

37. MARK!! 0:2 Steven Gerrard skorar annað mark sitt og Liverpool. Vítaspyrna var dæmd á Boa Morte fyrir brot á Torres. Gerrard tók vítið en Robert Green varði spyrnu hans en fyrirliðinn var fljótur að átta sig, náði frákastinu og skoraði.

26. Tékkinn Kovac skallar rétt yfir mark Liverpool eftir hornspyrnu. Fyrri hálfleikurinn er hálfnaður og er jafnræði með liðunum.

2. MARK!! 0:1 Það tók Liverpool tæpar tvær mínútur að komast yfir gegn West Ham. Fernando Torres stakk boltanum innfyrir vörn West Ham á Steven Gerrard sem lék á Robert Green markvörð og renndi boltanum í netið. Óskabyrjun hjá Liverpool.

West Ham: Green, Neill, Tomkins, Upson, Ilunga, Boa Morte, Noble, Kovac, Stanislas, Di Michele, Tristan.
Varamenn: Lastuvka, Lopez, Nsereko, Spector, Collison, Sears, Payne.

Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Skrtel, Carragher, Lucas, Mascherano, Gerrard, Kuyt, Benayoun, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Babel, Insua, Ngog, Degen.

Mathew Upson skiptir hér um stuttbuxur á hliðarlínunni.
Mathew Upson skiptir hér um stuttbuxur á hliðarlínunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert