Raúl útilokar að ganga í raðir Manchester City

Raúl framherji Real Madrid.
Raúl framherji Real Madrid. Reuters

Raúl fyrirliði Spánarmeistara Real Madrid hefur staðfest að Manchester City hafi sýnt sér áhuga en í viðtali við spænska blaðið Marca í dag þá segist hann ætla að ljúka ferlinum með Real Madrid.

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki kannast við að Rául hafi verið boðinn risasamningur við félagið en Manchester City hyggst styrkja lið sitt verulega í sumar.

,,Það er rétt að forráðamenn Manchester City hafa rætt við umboðsmann minn en ég er ekkert að hugsa um þetta því ég er ekkert á förum. Það eina sem ég hugsa um er að ljúka ferlinum hjá Real Madrid sem er mitt félag og ég á eftir að gera margt með,“ segir Raúl, sem lék sinn fyrsta leik með Real Madrid fyrir 15 árum og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert