Ferguson: Hræðilegur leikur

Alex Ferguson kallar Cristiano Ronaldo af velli og Portúgalinn var …
Alex Ferguson kallar Cristiano Ronaldo af velli og Portúgalinn var ekki beint par ánægður með það. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var sáttur með sigurinn gegn Manchester City á Old Trafford í dag en skoski knattspyrnustjórinn var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna og sagði að leikurinn hefði verið hreint hræðilegur.

,,Við spiluðum ekki vel í dag. Grannaslagir geta verið svona. Þeir geta verið hræðilegir leikir og mér fannst leikurinn í dag hræðilegur,“ sagði Ferguson í viðtali við Sky Sports eftir leikinn. 

,,Sigur er sigur á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Þetta hefur verið frábær vika og erfið og ég óska leikmönnum mínum til hamingju,“ sagði Ferguson en hans menn geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á laugardaginn vinni þeir Wigan á miðvikudaginn og fá stig gegn Arsenal um næstu helgi.

Spurður út í framkomu Ronaldos sem var afar ósáttur við að vera tekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks sagði Ferguson; 

,,Hann vildi vera áfram inná. Hann er frábæru formi en ég verð að horfa á stóru myndina. Frammistaða hans á móti Arsenal var hreint mögnuð þar sem hann gjörsamlega hljóp sokkana af sér,“ sagði Ferguson.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka