Manchester United er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar að nýju eftir öruggan 2:0 sigur á grönnum sínum í Manchester City. Cristiano Ronaldo og Carlos Tévez gerðu mörk meistaranna í fyrri hálfleik. Takist United að leggja Wigan að velli á miðvikudaginn og fá stig gegn Arsenal um næstu helgi er meistaratitillinn í höfn hjá liðinu.
90. Leiknum er lokið með 2:0 sigri Manchester United. Liðið er með 83 stig í efsta sæti, er þremur stigum á undan Liverpool og á að auki leik til góða.
89. United er hársbreidd frá því að bæta þriðja markinu við en Tévez skallaði boltann í stöng af örstuttu færi.
86. Van der Sar sýndi frábær tilþrif þegar hann varði þrumuskot frá Búlgaranum Martin Petrov í horn.
Síðari hálfleikurinn hefur verið ákaflega tíðindalítill. Liðsmenn United hafa slakað verulega á og virðast vera farnir að undirbúa sig undir leikinn gegn Wigan á miðvikudaginn.
58. Sir Alex gerir tvær breytingar á liði sínu. Ronaldo og Park fara af velli og inná koma Rooney og Scholes. Ronaldo er vægast sagt óánægður með skiptinguna og sest hundfúll á varamannabekkinn og hristir hausinn ótt og títt.
51. Robinho komst í ágæt færi en skot Brasilíumannsins fór langt framhjá.
45. Chris Foy hefur flautað til leiklés þar sem ensku meistararnir eru með verðskuldaða tveggja marka forystu og stefna á ný í efsta sætið.
44. MARK!! Carlos Tévez er búinn að koma United í 2:0 með glæsilegu marki. Berbatov tók boltann niður á skemmtilegan hátt, sendi á Tévez sem skoraði með hnimiðuðu skoti í stöng og inn. Tévez fagnar ekkert sérstaklega og sendir þar með skýr skilaboð til forráðamanna United.
31. Glæsileg skot frá Tévez smellur í markvinklinum.
18. MARK!! Cristiano Ronaldo skorar með skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. 18. mark Portúgalans í úrvalsdeildinni á leiktíðinni staðreynd.
Rio Ferdinand er ekki með Manchester United vegna meiðsla í kálfa sem hann varð fyrir á æfingu.
3. United fær fyrsta færi leiksins en skot Kóreumannsins Park fór rétt framhjá markinu eftir góða skyndisókn.
Man Utd:
Van der Sar, Rafael Da Silva, Vidic, Evans, Evra, Ronaldo, Fletcher, Giggs, Park, Berbatov, Tevez.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Rooney, Carrick, Nani, Scholes, O'Shea.
Man City:
Given, Richards, Onuoha, Dunne, Bridge, Elano, Ireland, Kompany, De Jong, Robinho, Caicedo.
Varamenn: Hart, Zabaleta, Bojinov, Petrov, Fernandes, Evans, Berti.