Ancelotti segist ekki vera á leið til Chelsea

Carlo Ancelotti ætlar ekki að fara frá AC Milan.
Carlo Ancelotti ætlar ekki að fara frá AC Milan. Reuters

Carlo Ancelotti þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan hefur kveðið niður þær sögusagnir um að hann verði næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Guus Hiddink lætur af störfum hjá Chelsea eftir tímabilið og er Ancelotti efstur á óskalista forráðamanna Chelsea um að taka við starfi Hollendingsins.

,,Sá tími er ekki runninn upp að ég fari frá Milan. Ég verð áfram hjá félaginu,“ segir Ancelotti, sem er samningsbundinn Mílanóliðinu til ársins 2010. Hann hefur verið við stjórnvölinn hjá AC Milan síðan árið 2001 og undir hans stjórn hefur liðið hampað Evrópumeistaratitlinum í tvígang 2003 og 2007 og ítalska meistaratitlinum árið 2004.

Fran Rijkaard fyrrum þjálfari Barcelona hefur einnig verið nefndur á nafn sem líklegur eftirmaður Hiddinks en Rijkaard yfirgaf Börsunga eftir síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert