Fletcher, Abidal og Alves ekki með í Róm

Darren Fletcher fær rauða spjaldið í leiknum gegn Arsenal.
Darren Fletcher fær rauða spjaldið í leiknum gegn Arsenal. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur vísað frá áfrýjunum frá Manchester United og Barcelona vegna rauðu og gulu spjaldanna sem Darren Fletcher hjá United og þeir Eric Abidal og Dani Alves hjá Barcelona fengu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Þeir verða því ekki með liðum sínum þegar þau mætast í úrslitaleik keppninnar í Rómarborg þann 27. maí.

Fletcher var rekinn af velli í seinni leik Manchester United gegn Arsenal og það sama henti Eric Abidal í seinni leik Barcelona gegn Chelsea. Þar fékk ennfremur Dani Alves gult spjald og var þar með kominn í eins leiks bann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka