Aron Gunnarsson áfram hjá Coventry

Aron í baráttu við Michael Essien hjá Chelsea í 6. …
Aron í baráttu við Michael Essien hjá Chelsea í 6. umferð ensku bikarkeppninnar fyrr í vetur. Reuters

Aron Gunnarsson, knattspyrnumaður hjá Coventry, segist ekki ætla að fara frá liðinu í sumar, en hann hefur orðaður við hin og þessi lið bæði á Englandi og í Skotlandi.

„Það er alltaf gaman til þess að vita að önnur lið séu áhugasöm um þjónustu þína, því þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt. Mér finnst ég hafa þroskast sem leikmaður síðan ég kom frá Hollandi en þá vissi enginn hver ég var. En ég er aðeins tvítugur og á margt eftir ólært. Jafnvel þó ég hafi verið valin leikmaður tímabilsins (af stuðningsmönnum Coventry) gerir það mig ekki að fullkomnum leikmanni, og því verð ég að læra meira og það tel ég að ég geti gert með Chris Coleman þjálfara. En vonandi sest ég brátt niður með stjórnarformanninum og stjóranum til að ræða nýjan samning,“ sagði Aron við Coventry Telegraph.

Aron hefur verið orðaður við Blackburn, Liverpool, Fulham og Celtic, en ekkert formlegt tilboð hefur verið lagt fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert