Brynjar Björn eða Jóhannes Karl á Wembley?

Brynjar Björn Gunnarsson leikmaður Reading.
Brynjar Björn Gunnarsson leikmaður Reading. mbl.is

Það ræðst í kvöld hvort það verða Brynjar Björn Gunnarsson og félagar hans í Reading eða Burnley, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, sem mæta Sheffield United í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley um næstu helgi.

Reading tekur á móti Burnley í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum umpilsins í 1. deildinni en Burnley vann fyrri leikinn á heimavelli, 1:0. Brynjar Björn Gunnarsson verður væntanlega í byrjunarliði Reading sem verður án Andre Bikey sem er í fjögurra leikja banni og framherjans Kevin Doyle.

Það ræðst ekki fyrr en skömmu fyrir leik hvort Jóhannes Karl Guðjónsson geti spilað með Burnley en hann meiddist eftir 20 mínútna leik í leiknum á laugardaginn og þurfti að yfirgefa völlinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert