Berbatov: Verður erfiður leikur

Dimitar Berbatov á hér í höggi við Richard Dunne í …
Dimitar Berbatov á hér í höggi við Richard Dunne í leik United og City um síðustu helgi. Reuters

Með sigri gegn Wigan á JJB vellinum í Wigan í kvöld stígur Manchester United risaskref í átt að þriða Englandsmeistaratitli sínum í röð og þeim 19. frá upphafi. Búlgarinn Dimitar Berbatov reiknar með erfiðum leik en fari United með sigur af hólmi dugar liðinu jafntefli gegn Arsenal á laugardaginn til innsigla sigurinn í deildinni.

,,Ég veit að þetta verður erfiður leikur en á síðasta ári varð liðið meistari á þessum velli og sigur er mjög mikilvægur til að færa okkur nær titlinum,“ sagði Berbatov við MUTV sjónvarpsstöðina.

Manchester United er með þriggja stiga forskot á Liverpool á leikinn til góða í kvöld en Wigan siglir lygnan sjó í 11. sæti, er laust við fallbaráttuna og á ekki möguleika á Evrópusæti.

,,Wigan er með mjög got lið og frábæran þjálfara sem er Steve Bruce, goðsögn hjá Manchester United. Öll lið sem mæta okkur gefa sig 100% og meira en það. En Wigan veit að við erum með frábæra leikmenn og Sir Alex við stjórnvölinn. Þetta verður því mikil prófraun fyrir lið Wigan. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við,“ sagði Búlgarinn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert