Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segist afar ánægður með að hafa verið valinn leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum en hann er fyrsti leikmaður Liverpool sem hlýtur þessa viðurkenningu síðan John Barnes varð fyrir valinu árið 1990.
,,Ég er mjög ánægður en líka svolítið hissa,“ segir Gerrard á vef Liverool í dag en hann hafði betur í baráttunni við Ryan Giggs og Wayne Rooney, leikmenn Manchester United.
,,Þegar maður skoðar gæði þeirra leikmanna sem spila í deildinni þá eru það frábær forréttindi að vinna viðurkenningu sem þessa. Það sem gerir þetta enn sérstakara fyrir mig er að ég feta í fótspor Liverpool-manna eins og John Barnes, Steve Nicol og Kenny Dalglish sem voru hetjurnar mínar.
,,Þetta eru ekki bara leikmenn Manchester United. Þegar þú skoðar leikmenn sem Arsenal og Chelsea hafa í sínum röðum sem og önnur lið þá hafa þau frábæra leikmenn. Gæðin verða betri með hverju ári svo að fá þessa viðurkenningu er frábært afrek hvað mig varðar. En ég hef fengið frábæra hjálp í gegnum tíðina hjá öllum í Liverpool.“