Rio Ferdinand fyrirliði Manchester United verður ekki með sínum mönnum í hádeginu á morgun þegar þeir mæta Arsenal í síðasta heimaleik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Ferdinand hefur ekki jafnað sig af meiðslum í kálfa og ætlar Sir Alex Ferguson ekki að taka áhættu með að tefla honum fram enda stutt í úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Takist Manchester United að ná í stig gegn Arsenal fer Englandsbikarinn á loft á Old Trafford eftir leikinn. United dugar að fá eitt stig út úr tveimur síðustu leikjunum til að verða Englandsmeistari í 18. sinn og jafna þar með árangur Liverpool sem oftast allra liða hefur hampað titlinum.