Manchester United enskur meistari í 18. sinn

John O´Shea í baráttu við Andrei Arshavin í leiknum í …
John O´Shea í baráttu við Andrei Arshavin í leiknum í dag. Reuters

Manchester United gerði í dag 0:0 jafntefli við Arsenal á Old Trafford, sem nægði liðinu til að vinna enska meistaratitilinn í 18. skiptið. Þar með hefur liðið unnið titilinn oftast allra liða, ásamt Liverpool.

Þetta er þriðji meistaratitill Manchester United í röð, en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið sem liðið gerir á heimavelli á leiktíðinni. Þeir hafa oft spilað betur, en þeir virtust ekki ætla að taka neina áhættu í dag, sem borgaði sig.

United er því efst með 87 stig þegar ein umferð er eftir, en liðið mætir Hull í lokaumferðinni. Arsenal er áfram í 4. sæti, með 69 stig.

 91. Arsenal fær aukaspyrnu á hættulegum stað, hægra megin við vítateiginn. Van Persie skýtur, en boltinn af Carrick og í horn. Ekkert verður úr horninu. Anderson kemur inná fyrir Rooney. 

90. Þremur mínútum er bætt við.  

84. Fabregas skýtur með vinstri en Van der Sar ver boltann í stöngina. Hættulegt færi. 

78. Ronaldo kemst upp vinstri kantinn en Song stöðvar hann og hlýtur gult spjald fyrir. Aukaspyrna á vítateigshorninu, sem Ronaldo tekur. Skotið fer rétt framhjá fjærhorninu. 

77. Skipting hjá Arsenal. Gibbs fer af velli og Emmanuel Eboue kemur inná. 

72. Park á góðan sprett og sendir inn fyrir á Ronaldo, sem dæmdur er ranglega rangstæður.

70. Það skiptist á með skini og skúrum á Old Trafford, það hellirignir inn á milli sólskins, en United er aðeins 20. mínútum frá Englandsmeistaratitlinum. 

69. Skipting hjá Arsenal. Arshavin fer af velli fyrir Walcatt og Nasri fer einnig af velli, og Bendtner kemur inná. 

67. Tevéz fer af leikvelli og Park kemur í hans stað. 

62. Arsenal á aukaspyrnu á hægri kanti. Persie skýtur, en Carrick skallar frá. 

60. United á hættulega sókn, Fletcher sendir fyrir þar sem Tevéz er næstum búinn að ná boltanum, og þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. En færið fer forgörðum. 

58. Arsenal á góða sókn sem endar með skoti Gibbs sem fer rétt framhjá.  

57. Ronaldo á aukaspyrnu, en skýtir í vegginn. Manchester hefur verið betri aðilinn í síðari hálfleik, en enginn opin færi hafa enn skapast. 

50. Samir Nasri fær gult spjald, einnig fyrir brot á Evra, sem virðist lagður í einelti þessa stundina. 

46. Fabregas fær gult fyrir brot á Evra, sem  getur þó haldið áfram leik.

Hálfleikur

Töluvert jafnræði er með liðunum, þó svo Arsenal sé meira með boltann. Engin opin dauðafæri hafa litið dagsins ljós, en skalli Rooney á 18. mínútu er eflaust besta færi heimaliðsins til þessa og skalli Persie á 14. mínútu er besta færi Arsenal.

Manchester-liðið getur verið ánægt með stöðuna, því jafntefli nægir þeim til að vinna enska meistaratitilinn.

45+2 Ronaldo fær aukaspyrnu á góðum stað, vinstra megin utan teigs. Skotið fer þó töluvert framhjá. 

45. Arsenal fær horn. Boltinn berst út í teig, þar sem NAsri nær föstu skoti, en boltinn hafnar í samherja hans, Van Persie.  

41. Giggs fer í stutt spil við Rooney og kemst í ágætis færi en skýtur yfir markið.

35. Arsenal fær aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Van Persie skýtur í vegginn. 

24. United fær aukaspyrnu á hættulegum stað, á vítateigshorninu hægra megin. Giggs stillir sér upp en skýtur vel yfir markið.

21. Arsenal virðist ráða gangi leiksins, eru meira með boltann og virðast líklegri til að skora. Heimamenn sitja aftur og bíða færis. 

18. Carrick sendir frábæra sendingu inn fyrir vörn Arsenal, þar sem Wayne Rooney kemur á ferðinni og skallar knöttinn, en boltinn rétt framhjá.

17. Arsenal hefur verið meira með boltann, 53% gegn 47% Í síðustu 15 lleikjum liðanna í deildinni hefur hvort lið unnið fimm sigra og fimm sinnum hafa þau gert jafntefli.

14. Van Persie fær háa sendingu inn fyrir vörn United, en skallar hátt yfir. Hefði hugsanlega átt að gera betur. 

12. Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega og Arsenal er mun frísklegra en í undanförnum Meistaradeildarleikjum gegn United. Enda hafa þeir engu að tapa, meðan pressan er öll á heimaliðinu. Engin færi hafa enn litið dagsins ljós, en bæði lið hafa gert sig líkleg án árangurs.

Byrjunarlið Manchester United: Edwin Van Der Sar, John O´Shea, Nemanja Vidic, Jonny Evans, Patrice Evra, Ronaldo, Darren Fletcher, Michael Carrick, Ryan Giggs, Wayne Rooney, Carlos Tevéz.

Varamenn: Tomasz Kuzczak, Gary Neville, Anderson, Dimitar Berbatov, Park Ji-Sung, Paul Scholes, Rafael da Silva.

Byrjunarlið Arsenal: Lukasz Fabianski, Bacary Sagna, Kolo Toure, Alexandre Song, Kieran Gibbs, Samir Nasri, Denilson, Abou Diaby, Cesc Fabregas, Andrey Arshavin, Robin Van Persie.

Varamenn: Vito Mannone, Carlos Vela, Theo Walcott, Aaron Ramsey, Mikael Silvestre, Nicklas Bendtner, Emmanuel Eboue.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert