Munurinn liggur í peningunum

Rafael Benitez og Robbie Keane á æfingu áður en Keane …
Rafael Benitez og Robbie Keane á æfingu áður en Keane sneri aftur til Tottenham. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir muninn á liði sínu og erkifjendunum í Manchester United liggja í þeim fjármunum sem síðarnefnda liðið hafi úr að spila.

Til að setja þessi ummæli í samhengi keypti Manchester United Berbatov fyrir 30,75 milljónir punda í upphafi tímabilsins, ásamt því að greiða samtals um 16,3 milljónir punda fyrir leikmennina Zoran Tosic og Adem Ljajic frá Partizan Belgrad.

Á sama tíma keypti Liverpool Andrea Dossena fyrir 7 milljónir punda, brasilíska markmanninn Diego Cavalieri fyrir 3,5 milljónir punda, framherjann David Ngog fyrir 1,5 milljónir punda, markaskorarann Robbie Keane fyrir 20,3 milljónir punda og kantmanninn Alberto Riera fyrir 8 milljónir punda.

Samkvæmt þessari upptalningu, sem tekinn er af vef BBC, munar ekki miklu á útgjöldum liðanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert