Ronaldo: Ég er alsæll hérna

Cristiano Ronaldo með Englandsbikarinn á Old Trafford í dag.
Cristiano Ronaldo með Englandsbikarinn á Old Trafford í dag. Reuters

Cristiano Ronaldo, portúgalski knattspyrnusnillingurinn, var yfir sig ánægður með vinna enska meistaratitilinn með Manchester United í dag eins og við mátti búast.

„Þetta er hrein snilld, stemmningin hérna er ótrúleg, stuðningsmenn okkar öskra og syngja, þetta er magnað. Hvað framtíðin býr í skauti sér veit maður þó aldrei," sagði Ronaldo þegar fréttamenn gengu á hann eftir leikinn, en hann hefur sem kunnugt er verið orðaður við brotthvarf frá United undanfarin misseri, og þá helst til Real Madrid.

„Eins og ég hef sagt áður er ég alsæll hérna. Það er stórkostlegt að vinna titilinn á heimavelli, yndisleg tilfinning. Við eigum ótrúlega stuðningsmenn. Við reynum að halda áfram og vinna Meistaradeildina líka. Nú njótum við stundarinnar sem er sérstök en eftir tvo til þrjá daga förum við að einbeita okkur að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði Ronaldo en United mætir Barcelona í Róm þann 27. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert