West Bromvich Albion fallið

WBA reið ekki feitum hesti frá viðureigninni í dag og …
WBA reið ekki feitum hesti frá viðureigninni í dag og er fallið niður um deild. Reuters

Lið West Bromvich Albion féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, er liðið tapaði á heimavelli fyrir Liverpool, 2:0. Er liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, með 31 stig.

Það kemur í ljós í næstu umferð hvaða tvö lið fylgja þeim niður, en Middlesbrough, Newcastle, Hull, og Sunderland eru öll í fallhættu.

 Mörk Liverpool í dag gerðu þeir Steven Gerrard á 29. mínútu eftir slæm mistök í vörn WBA og Dirk Kuyt gerði síðan vel á 63. mínútu er hann tók vörn WBA á einn síns liðs og skoraði með góðu skoti.

63. Dirk Kuyt leikur laglega á varnamenn WBA fyrir utan teig og lætur vaða í hornið. Frábært einstaklingsframtak hjá Kuyt. 

29. Martis gerir mistök í vörninni og Gerrard hirðir af honum knöttinn. Hann kemst einn gegn markmanninum og skorar af öryggi.  

5. Greening fær tvö ágætis færi eftir hornspyrnu, en Reina ver vel í marki Liverpool. 

WBA: Kiely, Zuiverloon, Martis, Olsson, Donk, Brunt, Mulumbu, Greening, Koren, Menseguez, Fortune.

Varamenn: Carson, Moore, Teixeira, Meita, Valero, Simpson, Wood.

Liverpool: Pepe Reina, Alvaro Arbeloa, Daniel Agger, Jamie Carragher, Fabio Aurelio, Lucas Leiva, Javier Mascherano, Dirk Kyut, Steven Gerrard, Yossi Benayon, Fernando Torres.

Varamenn: Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Albert Riera, Xabi Alonso, David Ngog, Martin Skrtel, Ryan Babel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert