Ferguson með varalið gegn Hull

Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi.
Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að hann muni tefla fram hálfgerðu varaliði gegn Hull á sunnudag, svo hann geti hvílt lykilleikmenn fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona þann 27. maí.

„Þetta er besta lið sem ég hef haft og ég gæti valið tvö góð lið úr þeim hópi sem ég hef á að skipa. Liðið á sunnudag mun endurspegla það. Ég er með frábæran 29 manna hóp til að velja úr, með ungum og efnilegum leikmönnum eins og Macheda, Welbeck, Possebon og Da Silva bræðrunum. Ég veit að þeir eru ungir, en þeir eru líka góðir leikmenn,“ sagði Ferguson.

Hull er einu stigi fyrir ofan fallsæti, en tapi liðið fyrir Man. Utd, og lið  Newcastle vinni sína leiki, er liðið fallið. Þá munu stjórar Sunderland, Middlesbrough og Newcastle vona að Hull tapi, svo möguleikar þeirra á að halda sér uppi aukist, en eflaust munu einhverjir þeirra setja út á lið Ferguson á sunnudag, ákveði hann að hvíla marga lykilleikmenn, því uppstilling varaliðs mætti auðveldlega túlka sem vanvirðingu við botnliðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert