Fjögur lið í fallbaráttu

Alan Shearer knattspyrnustjóri Newcastle.
Alan Shearer knattspyrnustjóri Newcastle. Reuters

Síðasta umferðin í ensku úrvalsdeildinni verður leikin á morgun, sunnudag. Þó svo Manchester United sé orðið meistari ríkir nokkur spenna því enn geta nokkur lið fallið, sætaskipti gætu orðið hjá Liverpool og Chelsea og Fulham og Tottenham berjast um sæti í Evrópudeild UEFA.

Botnbaráttan er gríðarlega spennandi og það skýrist ekki fyrr en flautað verður til leiksloka á morgun hvaða tvö lið falla með WBA.

Middlesbrough er með 32 stig í næstneðsta sæti, Newcastle 34, Hull 35 og Sunderland 36 og geta þau öll fylgt WBA í fyrstu deild.

Liðin eiga öll erfiða leiki á morgun því Sunderland fær Chelsea í heimsókn, Hull fær meistara Manchester United í heimsókn, Middlesbrough mætir West Ham í London og Newcastle heimsækir Aston Villa.

Newcastle þarf að gera betur en Hull

Baráttan á milli Hull og Newcastle stendur einfaldlega þannig að Newcastle þarf að fá meira út úr sínum leik en Hull gerir. Geri Hull til dæmis jafntefli þá þarf Newcastle að vinna til að vera fyrir ofan og Newcastle dugar að verða jafnt Hull vegna markamunarins og það jafnvel þó Boro myndi vinna West Ham. Þá yrðu liðin þrjú með 35 stig og Newcastle slyppi með besta markamuninn. Newcastle er með 18 mörk í mínus, Hull 24 mörk í mínus og Boro 28 mörk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert