Ferguson vongóður um að Ferdinand spili úrslitaleikinn

Rio Ferdinand fyrirliði Manchester United.
Rio Ferdinand fyrirliði Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er vongóður um að Rio Ferdinand verði með liðinu þegar það mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm á miðvikudaginn. Ferdinand lék ekki með United í dag gegn eins og Ferguson vonaðist til að meiðsli í kálfa hafa verið að angra fyrirliða Englands- og Evrópumeistaranna.

,,Hann er búinn að vera frá í þrjár og hálfa viku og það er ekki gott en Ferdinand er heppinn því hann er mikill íþróttamaður og það gefur góðar vonir um að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð,“ sagði Ferguson við fréttamenn í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert