Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður leikin í dag og þá ræðst það hvaða tvö lið falla úr deildinni með WBA. Fjögur lið berjast um að forðast fallið, Middlesbrough, Newcastle, Hull og Sunderland.
Þá er barátta um sjöunda sætið í deildinni sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. Fulham og Tottenham slást um sjöunda sætið en fyrir lokaumferðina er Fulham tveimur stigum á undan.
Chelsea gæti skotist uppfyrir Liverpool í annað sætið fari svo að liðið vinni sinn leik og Liverpool tapi á heimavelli. Þá yrði liðin jöfn að stigum en markamunur réði því hvort hafnar í öðru sæti. Liverpool er þremur stigum á undan Chelsea og er með 48 mörk í plús en Chelsea 43.
Leikir dagsins hefjast allir klukkan 15 og eru:
Arsenal - Stoke
Aston Villa - Newcastle
Blackburn - WBA
Fulham - Everton
Hull - Manchester United
Liverpool - Tottenham
Man City - Bolton
Sunderland - Chelsea
West Ham - Middlesbrough
Wigan - Portsmouth