Middlesbrough og Newcastle féllu

Kieran Richardson Mikel John Obi berjast um boltann í viðureign …
Kieran Richardson Mikel John Obi berjast um boltann í viðureign Sunderland og Chelsea. Reuters

Keppni í ensku úrvalsdeildinni lauk í dag. Middlesbrough og Newcastle töpuðu leikjum sínum og þar með féllu liðin úr deildinni ásamt WBA. Hull og Sunderland sem voru í fallhættu fyrir leikina í dag töpuðu líka en það kom ekki að sök. Fulham náði 7. sætinu þrátt fyrir tap og komst þar með í Evrópukeppnina.

Leikjunum öllum er lokið og textalýsing er hér að neðan:

88. Sunderland neitar að játa sig sigrað. Kenwyne Jones var að minnka muninn ggn Chelsea í 2:3.

87. Leon Osman var að skora aftur fyrir Everton sem er komið í 2:0 gegn Fulham á útivelli.

84. Ashley Cole af öllum mönnum var að koma Chelsea í 3:1 gegn Sunderland.

Newcastle hefur 10 mínútur til að bjarga sér frá falli. Takist liðinu að jafna metin á móti Aston Villa heldur það sæti sínu svo framarlega sem Hull tapar fyrir Manchester United.

82. Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun var að koma Liverpool í 3:1 á móti Tottenham og er þar með að tyggja sigur heimamanna.

78. Tottenham hefur náð að minnka muninn í 2:1 gegn Liverpool á Anfield. Hver annar en Robbie Keane skoraði mark Tottenham en sem kunnugt er lék Írinn í nokkra mánuði með Liverpool en var ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá Rafael Benítez eða stuðningsmönnum Liverpool.

73. Chelsea er komið í 2:1 á móti Sunderland. Hollendingurinn Salomon Kalou skoraði annað mark Lundúnaliðsins.

64. Liverpool er að innbyrða enn einn sigurinn en Dirk Kuyt var að koma sínum mönnum í 2:0 á móti Tottenham.

58. Íslendingaliðið West Ham er komið í 2:1 á móti Middlesbrough með marki frá Junior Stanislas. Markið verður á skrifast á reikning Brad Jones markvarðar Middlesbrough.

53. Það tók Sunderland ekki langan tíma að jafna metin á móti Chelsea. Kieran Richardson skoraði fyrir heimamenn eftir mistök hjá Petr Cech markverði Chelsea.

50. Garry O'Neil hefur jafnað metin fyrir Middlesbrough gegn West Ham á Boylen Ground. Stig dugar Boro ekki til að halda sæti sínu.

47. Nicolas Anelka er búinn að koma Chelsea yfir á móti Sunderland á Leikvangi ljóssins. Þar með er Anelka orðinn einn makahæstur og þar sem Cristiano Ronaldo er ekki með Manchester United verður Frakkinn markakóngur deildarinnar nema Steven Gerrard skori nokkur mörk gegn Tottenham.

45. Leon Osman var að koma Everton í 1:0 gegn Fulham á Craven Cottage. Fulham er í sjöunda sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni. Liðið er tveimur stigum á undan Tottenham sem er að tapa fyrir Liverpool.

41. Leikmenn Arsenal eru í stuði á Emirates Stadium. Staðan er orðin 4:1 en Robin Van Persie var að skora sitt annað mark í leiknum.

36. Aston Villa er komið í 1:0 gegn Newcastle á Villa Park. Markið er líklega skráð sem sjálfsmark Damien Duff en eftir skot frá Gareth Barry fór boltinn í Duff og inn. Þessi úrslit þýða að Newcastle er á leið niður.

33. West Ham er komið 1:0 yfir á móti Middlesbrough með marki frá Carlton Cole. Staðan er að verða vonlaus fyrir Middlesbrough.

31. Ricardo Fuller búinn að minnka muninn fyrir Stoke gegn Arsenal með marki úr vítaspyrnu. Staðan er, 3:1.

29. Fernando Torres er búinn að koma Liverpool í 1:0 gegn Tottenham. Þetta er 14. mark Spánverjans í deildinni á tímabilinu.

27. Martinez er búinn að koma Wigan yfir á móti Portsmouth í leik sem skiptir engu máli. Bæði lið sigla lygnan sjó.

25. Manchester United er komið í 1:o gegn Hull. Darron Gibson skoraði markið með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Eins og staðan er núna er Hull að fara niður en Newcastle heldur sæti sínu.

Arsenal er komið í 3:0 eftir 20 mínútna leik gegn Stoke. James Beattie skoraði sjálfsmark og síðan bættu Van Persie og Diaby við mörkum.

Gareth Barry sækir að markverði Newcastle á Villa Park í …
Gareth Barry sækir að markverði Newcastle á Villa Park í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert