Ferguson skýtur á Real Madrid

Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi.
Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, notaði tækifærið á blaðamannafundi í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun, til að skjóta föstum skotum á Real Madrid, sem hefur gert sér dælt við Cristiano Ronaldo undanfarið ár, Ferguson til mikillar gremju.

Lið Manchester mun spila í hvítum varabúningi sínum á morgun, en blaðamaður minnti Ferguson á, að síðast þegar Barcelona spilaði við hvítklætt lið, vann það 6:2, en það var gegn Real Madrid á dögunum.

„Það var ekki ósigur hjá Real, heldur afhroð! Barcelona er heimaliðið og við klæðumst því varabúningum, við erum ánægðir með það. Og við erum betri lið en Real Madrid,“ sagði Ferguson.

Ferguson ætti að vera ánægður með hvíta varabúninginn, því síðast þegar liðið mætti Barcelona í úrslitaleik, í Evrópukeppni bikarhafa árið 1991, sigraði Manchester 2:1 í sínum hvítu varabúningum.

Hvort það dugi til á morgun skal þó ósagt látið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert