Andy Gray einn helsti sparkspekingur Sky Sport sjónvarpsstöðvarinnar segir að það sé mikill missir fyrir Manchester United að leika án Darren Fletchers í úrslitaleiknum gegn Barcelona annað kvöld.
,,Ég lít svo á að fjarvera Fletchers sé mikil blóðtaka fyrir Manchester United. Fáir hefðu líklega reiknað með því í ágúst. Barcelona hefur líka orðið fyrir skakkaföllum en liðið leikur án sinn bestu bakvarða þar sem Daniel Alves og Eric Abidal eru báðir í banni en mér finnst samt að fjarvera Fletchers vegi þyngra,“ segir Gray á vef Manchester United.
,,Þetta verður frábær leikur. Þetta er án alls vafa bestu lið heimsins í dag sem hafa innan sinna raða frábæra fótboltamenn. Barcelona mun óttast og bera virðingu fyrir leikmönnum United en ég held að liðið komi ekki til með að breyta leikstíl sínum. Það eru allar forsendur fyrir því að við sjáum magnaða leik