Ferguson: „Sigraðir af betra liði“

Sir Alex náði ekki takmarki sínu í kvöld, að verða …
Sir Alex náði ekki takmarki sínu í kvöld, að verða fyrsta liðið síðan frá stofnun Meistaradeildarinnar að verja titilinn. Reuters

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir sína menn hafa tapað fyrir betra liði í kvöld.

„Við byrjuðum betur, en urðum skelkaðir eftir markið. Við höfðum tíma til að ná okkur, áttum nokkur hálffæri, en í allri sanngirni vorum við sigraðir af betra liði,“ sagði Ferguson.

Þetta var fyrsti úrslitaleikur Evrópukeppninnar hjá United sem liðið tapar, en liðið hefur unnið titilinn þrisvar, 1968, 1999 og 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka