Manchester United í alhvítum búningum

Lið Manchester United verður í alhvítum búningum þegar liðið etur kappi við Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm í kvöld. Barcelona vann hlutkestið og telst heimaliðið og spilar því í sínum hefðbundnu búningum.

Fyrir hjátrúafulla stuðningsmenn Manchester United liggja þær staðreyndir á borðinu að Manchester United var líka í hvítum búningum þegar liðið mætti Barcelona í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam árið 1991. Þann leik vann United, 2:0, með tveimur mörkum frá Mark Hughes.

Kóreumaðurinn Park Ji-Sung verður í byrjunarliði Manchester United í kvöld.
Kóreumaðurinn Park Ji-Sung verður í byrjunarliði Manchester United í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert