Moyes útnefndur knattspyrnustjóri ársins

David Moyes hefur náð frábærum árangri með Everton.
David Moyes hefur náð frábærum árangri með Everton. Reuters

Samband knattspyrnustjóra á Englandi útnefndi í gærkvöld David Moyes hjá Everton sem stjóra ársins. Þetta er í þriðja sinn sem Skotinn hreppir þessa viðurkenningu en hann varð einnig fyrir valinu árin 2003 og 2005.

Undir stjórn Moyes varð Everton í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni gegn Chelsea á Wembley um næstu helgi.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir frábæra frammistöðu Manchester-liðsins á tímabilinu. Sonur hans, Darren Ferguson, var útnefndur besti stjórinn í 2. deildinni en hann stýrir liði Peterbrough og í 1. deildinni var Mick McCarthy fyrir valinu en hann stýrði Úlfunum upp í úrvalsdeildina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert