Uli Höness framkvæmdastjóri þýska knattspyrnuliðsins Bayern München staðfestir í samtali við fjölmiðla í dag að Manchester United hafi spurst fyrir um franska landsliðsmanninn Franck Ribery sem er á mála hjá Bayern-liðinu.
Ribery á tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern en hann er eftirsóttur og fyrir utan Manchester United hafa spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid haft augstað á leikmanninum.