Torres framlengdi við Liverpool

Fernando Torres fagnar einu af mörkum sínum á tímabilinu.
Fernando Torres fagnar einu af mörkum sínum á tímabilinu. Reuters

Spænski framherjinn Fernando Torres er búinn að framlengja samning sinn við Liverpool. Hann er nú samningsbundinn liðinu til 2013 með möguleika á að bæta einu ári til viðbótar.

Torres gekk í raðir Liverpool frá Atletico Madrid fyrir metfé árið 2007 og þessi magnaði framherji hefur svo sannarlega staðið undir væntingum með liðinu. Torres skoraði sitt 50. mark fyrir Liverpool um síðustu helgi þegar liðið sigraði Tottenham á Anfield, 3:1.

,,Fernando er einn besti framherjinn í boltanum í dag og hann á bara eftir að verða betri. Öll stórlið myndi vilja hafa hann í liði sínu en hann sýnt hversu mikið hann vill ná árangri með Liverpool með því að festa framtíð sína hjá félaginu,“ segir Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool á vef félagsins.

Torres fetar í fótspor Dirk Kuyt, Daniel Aggers, Steven Gerrards og knattspyrnustjórans með því að gera nýja samninga við félagið á undanförnum vikum og mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert