Ballack: Mjög ánægður að vera áfram hjá Chelsea

Michael Ballack og Javier Mascherano í baráttu um boltann.
Michael Ballack og Javier Mascherano í baráttu um boltann. Reuters

Chelsea staðfesti í dag að þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack hafi gert nýjan eins árs samning við félagið og er bundinn Lundúnaliðinu til júní 2010. 

,,Ég er mjög ánægður að vera áfram hjá Chelsea. Það var alltaf ætlun mín að spila í London í það minnsta þar til HM hefst 2010. Við áttum frábæran endi í tímabilinu með því að vinna bikarinn og ég hlakka mikið til næsta tímabils með nýjan stjóra innanborðs,“ segir Ballack á vef Chelsea.

Í yfirlýsingu frá Chelsea segir; Michael hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin þrjú ár og við erum að vonum mjög ánægðir að hann hefi samþykkt að gera nýjan samning.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert