Launakostnaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er í fyrsta skipti kominn yfir milljarð punda á ári, samkvæmt nýrri úttekt endurskoðendafyrirtækisins Deloitte. Eru þetta rúmir 200 milljarðar íslenskra króna. Þá hafa skuldir úrvalsdeildarfélaga aldrei verið meiri.
Launakostnaður úrvalsdeildarinnar jókst um 23% frá því tímabilið 2007-08, eða um 227 milljónir punda og nam samtals 1.2 billjónum punda.
Skuldir Englandsmeistara Manchester United nema 649 milljónum punda, eða rúmlega 131 milljarði íslenskra króna.
Skuldir Liverpool nema 299 milljónum punda, eða um 60,5 milljörðum íslenskra króna.
Chelsea greiðir hæsta hlutfallið af veltu í launakostnað, eða 81%
Hjá Manchester United og Arsenal er hlutfallið undir 50% en hjá Liverpool er hlutfallið 55%
Launakostnaðurinn er einnig hæstur hjá Chelsea, eða 172 milljónir punda.
Næst er Manchester United með 121 milljón punda, þá Arsenal með 101.3 milljónir punda, svo Liverpool með 90.4 milljónir punda og Newcastle, sem féll um deild, greiddi 74.5 milljónir punda í launakostnað tímabilið 2007-08.