Kop Football Holdings, eignarhaldsfélag eigenda enska knattspyrnufélagsins Liverpool, þeirra Tom Hicks og George Gilletts, tapaði 42,6 milljónum punda á síðasta fjárhagsári og þeir hafa nú gefið út að opnun nýs leikvangs félagsins verði seinkað til ársins 2012.
Þeir Hicks og Gillett keyptu Liverpool í febrúar árið 2007 og sögðu þá að stærsta verkefnið yrði að byggja nýjan leikvang. Þeir yfirtóku skuldir félagsins og þurftu að greiða 36 milljónir punda í fjármagnskostnað, sem er aðalástæðan fyrir umræddu tapi.
Hicks og Gillett þurfa að endurfjármagna lánin fyrir 24. júlí en segja, samkvæmt BBC, að það muni ganga eftir.