Tony Mowbray knattspyrnustjóri WBA frá árinu 2006 verður kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Celtic á morgun eða þriðjudag. Að því er fram kemur í netútgáfu The Times hafa Celtic og WBA komist að samkomulagi og greiðir Celtic 1,4 milljónir punda til WBA í skaðabætur þar sem Mowbray er samningsbundinn WBA.
Mowbray leysir Gordon Strachan af hólmi en hann ákvað að hætta eftir fjögurra ára starf. Knattspyrnustjórinn er ekki ókunnugur liði Celtic en hann lék í vörn liðsins í fjögur ár, frá 1991 til 1995. Undir stjórn Mowbray féll WBA úr úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.