Barcelona vill fá Mascherano

Javier Mascherano í baráttu við Michael Ballack um boltann.
Javier Mascherano í baráttu við Michael Ballack um boltann. Reuters

Að því er fram kemur í argentínsku dagblaði í dag hefur Barcelona sett sig í samband við argentínska miðjumanninn Javier Mascherano, sem leikur með Livepool, með það fyrir augum að fá hann til liðs við sig í sumar.

Pep Guardiola þjálfari Spánar- og Evrópumeistaranna hefur sjálfur rætt við Mascherano að því er greint er frá í argentínska blaðinu Clarin en Guardiola er ákaflega hrifinn af fyrirliða argentínska landsliðsins. Að því er fram kemur í blaðinu eru Börsungar reiðubúnir að greiða 22,8 milljónir evra fyrir Mascherano sem jafngildir tæpum 4 milljörðum íslenskra króna.

Guardiola hyggst fá til sína þrjá til fjóra toppleikmenn í sumar og er Mascherano einn þeirra.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert