Ronaldo næstur í röðinni hjá Real Madrid

Cristiano Ronaldo fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester United.
Cristiano Ronaldo fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester United. Reuters

Florentino Perez forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, sem í gær gekk frá kaupum á Brasilíumanninum Kaká fyrir meté, segir að næsti leikmaðurinn sem hann ætlar að klófesta sé Cristiano Ronaldo leikmaður Englandsmeistara Manchester United.

Spænska stórliðið hefur lengi haft augastað á Ronaldo og nú þegar Perez er aftur sestur í forsetastólinn hjá Real Madrid er þess að vænta að stórstjörnur klæðist Real Madrid búningnum. Perez var maðurinn á bakvið kaupin á Luis Figo, Zinedine Zidane og David Beckham og nú ætlar hann að leika sama leikinn á ný.

,,Við erum allt með hugann við frábæra leikmenn. Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic eru meðal þeirra,“ sagði Perez í viðtali við Sky Sports News. ,,Ronaldo er frábær leikmaður sem vil viljum gjarnan fá en fyrst þurfum við að ræða við Manchester United.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert