Florentino Perez forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, sem í gær gekk frá kaupum á Brasilíumanninum Kaká fyrir meté, segir að næsti leikmaðurinn sem hann ætlar að klófesta sé Cristiano Ronaldo leikmaður Englandsmeistara Manchester United.
Spænska stórliðið hefur lengi haft augastað á Ronaldo og nú þegar Perez er aftur sestur í forsetastólinn hjá Real Madrid er þess að vænta að stórstjörnur klæðist Real Madrid búningnum. Perez var maðurinn á bakvið kaupin á Luis Figo, Zinedine Zidane og David Beckham og nú ætlar hann að leika sama leikinn á ný.
,,Við erum allt með hugann við frábæra leikmenn. Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic eru meðal þeirra,“ sagði Perez í viðtali við Sky Sports News. ,,Ronaldo er frábær leikmaður sem vil viljum gjarnan fá en fyrst þurfum við að ræða við Manchester United.“