Finnur einhvern í stað Ronaldo

Sir Alex Ferguson mun fylla skarð Christiano Ronaldo hjá Manchester United, að mati aðdáanda liðsins sem Reuters-fréttastofan ræddi við. Í Madríd hlakka menn til að sjá kappann spila fyrir Real Madrid.

Annar aðdáandi United minnti á að Ronaldo hefði verið tiltölulega óþekktur þegar hann kom sem 18 ára piltur til United. Ferguson myndi einfaldlega finna annað undrabarn.

Í Madríd eru 80 milljón punda kaupin talin munu borga sig.

„Þetta er dálítið dýrt en ef Real vill leika bestu knattspyrnuna verða þeir að borga fyrir bestu leikmennina eins og Kaka. Ég held að hann muni koma með mikið fé í formi styrkjasamninga og verða þegar upp er staðið ókeypis fyrir félagið,“ segir hárprúður aðdáandi Madrídarliðsins.

Ronaldo, sem hefur skorað 118 mörk fyrir United í hátt í 300 leikjum, er ekki síður hættulegur á æfingum, eins og sjá má á þessu myndskeiði sem var tekið saman áður en staðfest var að hann færi til Real Madrid fyrir metfé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert