Platini ósáttur við peningaaustur Real Madrid

Michel Platini forseti UEFA.
Michel Platini forseti UEFA. Reuters

Michel Platini forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er ósáttur við peningaaustur spænska liðsins Real Madrid á sama tíma og heimurinn sé að glíma við gífurlega fjárhagserfiðleika. Félagið keypti í vikunni Brasilíumanninn Kaká fyrir metfé og það ætlar að bæta um betur með kaupunum á Ronaldo.

,,Þetta veldur mér heilabrotum á þeim tíma sem fótboltinn er að glíma við fjárhagserfiðleika. Þessi kaup eru alvarleg ögrun við þær hugmyndir um heiðarleika og fjárhagslegan stöðugleika í okkar íþrótt,“ sagði Platini í viðtali við Reuters fréttastofuna.

Real Madrid hyggst greiða Manchester United 80 milljónir punda fyrir Ronaldo en sú upphæð jafngildir um 17 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í vikunni pungaði Real Madrid út 12 milljörðum fyrir Brasilíumanninn Kaká.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert